Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Dagskrá 2016

Hin einstaka Act alone leiklistarhátíð verður haldin 13 árið í röð í sjávar-og einleikjaþorpinu Suðureyri aðra helgina í ágúst. Einstök dagskrá fyrir alla aldurshópa og frítt inná alla viðburði. Já, það er ókeyis á allt á Act alone. Leiklist, dans, tónlist, myndlist og alls konar list. 
Frítt inná alla viðburði. Þökk sé okkar góða bakhjarli Fisherman á Suðureyri og styrktaraðilum. 

Act alone 2016 dagskrá
 

Fimmtudagur 11. ágúst

Kl. 19.00

Félagsheimilisportið

Í boði: Íslandssaga

Fiskismakk og upphafsstef Act alone

Gott er að hefja góða veislu með því að fá sér eitthvað í svanginn. Þegar það er gjört skal andinn fóðraður af einstökum krafti. Fiskiveisla Íslandssögu hefur verið fastur liður frá því við komum í sjávarporpið. Njótum saman því það er svo gaman.

 

Kl.20.00

Kirkjan

Í boði: Fisherman

Richard III

Leiksýning á ensku byggð á samnendu verki eftir William Shakespeare

Eftir að hafa sópað að sér öllum þrem verðlaununum á Prague Fringe og Bobby verðlaununum á Edinburgh Fringe 2015 hefur Ríkharður III (fyrir eina konu) eftir Brite Theater ferðast um heiminn og tekur nú þátt í Act alone í fyrsta sinn. Einstök aðlögun á verki Shakespeares þar sem fjórði veggurinn er mölbrotinn, áhorfendur taka að sér hlutverk allra annarra persóna og Ríkharður birtist okkur sem aldrei fyrr. Hvaða rullu leikur þú og muntu lifa kvöldstund með Ríkharði af?

'Emily Carding’s portrayal of the king who murders his way to the English throne is in a league of its own.' ***** (broadwaybaby.com).

'It packs a powerful and subversive punch' **** The List.

Leikari: Emily Carding

Leikstjórn: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir

Aðlögun verks eftir Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur og Emily Carding

Lengd: 60 mín.

Leikið er á ensku.

 

Kl.21.15

Þurrkver

Í boði: Uppbyggingasjóður Vestfjarða

Duldýrin

Myndlistarsýning – opnun, sýningin stendur alla hátíðina

Arngrímur Sigurðsson (f. 1988 í Reykjavík) er myndlistarmaður sem vinnur helst með olíumálverk og teikningar í raunsæisstíl með fantasíuívafi.  Hann útskrifaðist frá  Listaháskóla Íslands 2014 og hefur síðan tekið þátt í einka - og samsýningum  hér á landi og erlendis. Hann gaf út bókina Duldýrasafnið árið 2014 og enska útgáfu sömu bókar, Museum of Hidden Beings, árið 2016, en í bókinni eru teknar saman lýsingar á ímynduðum verum úr þjóðsögum og fornsögum ásamt málverkum sem voru unnin útfrá lýsingunum. Arngrímur hefur einnig unnið að gerð vegg- og götumynda víðsvegar um Reykjavík og er núna að vinna að nýrri bók um geimverur.

 

Kl.21.30

Þurrkver

Í boði: Ísafjarðarbær

Gísli á Uppsölum

Opin æfing á samnefndum einleik sem verður frumsýndur síðar í ágúst.

Kómedíuleikhúsið vinnur að nýjum íslenskum einleik um einfarann og einbúann Gísla Oktavíus Gíslason, eða Gísla á Uppsölum einsog hann er oftast kallaður. Óhætt er að segja að saga Gísla hafi verið landanum hugleikin. Enda er hún um margt einstök. Í þessari sýningu verður sagan rakin allt frá æskuárum Gísla sem sannarlega höfðu áhrif á hið unga og saklausa hjarta frá Uppsölum til frambúðar. Við taka unglingsárin og þar kemur ástin við sögu, ástin sem hann fékk ekki að njóta. Loks þegar hann vill fara og mennta sig er honum settur stóllinn fyrir dyrnar. Við því átti Gísli aðeins eitt svar:  Nú þá fer ég aldrei. Við tekur saga einbúa sem á enga sína líka.

Það eru arnfirsku leikhúsmenn Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson sem eru aðalgæjarnir í þessari uppfærslu á Gísla á Uppsölum. Þeir rita leikritið, Elfar Logi leikur og Þröstur Leó leikstýrir. Tveir aðrir vestfirskir listamenn taka þátt í uppfærslunni: Svavar Knútur Kristinsson semur tónlist og hljóðmynd og Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar leikmynd og búninga. 

Lengd: 40 mín.

 

Kl. 22.00

FSÚ

Í boði: Orkubú Vestfjarða

Draugasaga

Leiksýning

Einleikurinn Draugasaga var frumsýndur haustið 2015 og byggir á þjóðsögum af Ströndum, sígildri mannvonsku og margvíslegum myrkraverkum fyrri alda. Áhorfendur fá að kynnast draug sem heldur til í húsinu þar sem sýningin fer fram og hann skemmtir áhorfendum með sögum af fleiri slíkum. Hægt og sígandi kemur hans eigin hörmungarsaga fram í skímuna. Verkið er samvinnuverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Leikfélags Hólmavíkur og leikritið er sérstaklega skrifað fyrir félagsheimilið Sævang, þar sem það hefur verið sýnt. Sýningin er eilítið óhugnanleg og varla við hæfi yngri barna en tólf ára.

Leikari: Arnór Jónsson

Höfundur/Leikstjóri: Jón Jónsson

Hljóðmynd: Hemúllinn 

Förðun: Ásta Þórisdóttir & Ester Sigfúsdóttir

Búningur: Ester Sigfúsdóttir

Tækni- og ljósamenn: Jón Valur Jónsson & Jón --- ath vantar föðurnafn!

Lengd: 60 mín.

 

Föstudagur 12. ágúst

Kl.19.30

Þurrkver

Í boði:

Myndlistarsýningin Duldýrin opin.

 

Kl. 20.30

FSÚ

Í boði: Jakob Valgeir

Macho man

Dansleikhús

Hver er birtingarmynd karlmannslíkamans í samfélaginu?

Í dansverkinu „Macho man“ stígur Saga Sigurðardóttir á svið og galdrar fram tvíræðan heim þar sem karlmannlegar hreyfingar eru nýttar til þess að skapa samhljóm á milli kvenkyns dansara og þess hreyfimynsturs sem við kennum við karlmennsku. Pungsveitt veröld mexíkóskrar glímu, rokkstjarna og líkamsræktarkappa í nýju og metnaðarfullu verki Katrínar Gunnarsdóttur danshöfundar.

Macho Man var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival 2015 við frábærar viðtökur og var tilnefnt til menningarverðlauna DV árið 2016 í flokki danslistar ásamt því að hljóta tvær tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna.

Höfundur: Katrín Gunnarsdóttir

Dansari: Saga Sigurðardóttir

Ljósahönnun: Juliette Louste

Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir

Lengd: 30 mín.

 

kl.21.30

FSÚ

Í boði: Forlagið

Drápa - Gerður Kristný skáld

Les úr bók sinni Drápa

Gerður Kristný ætlar að lesa upp úr ljóðabók sinni Drápu sem kom út fyrir tveimur árum og segja frá tilurð þessa sannsögulega morðbálkar. Í Drápu er sögð áhrifamikil saga í ljóði sem hefst nóttina þegar myrkusinn /er þetta rétt orð: myrkus?/kemur til borgarinnar.  Verkið fékk ákaflega góðar viðtökur og Friðrika Benónýsdóttir sagði í dómi í Fréttablaðinu: „Gerður Kristný fer hér á kostum í því sem hún gerir best; að tálga ljóðformið þannig að hver mynd verði eins og svipuhögg og leika sér með möguleika tungumálsins þannig að úr verður ný og óvænt upplifun á nánast hverri síðu.“ Gerður hefur skrifað á þriðja tug bóka bæði fyrir börn og fullorðna. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna og hlaut m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Blóðhófni árið 2010. Bálkurinn var jafnframt tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Lengd: 40 mín.

 

Kl.22.30

FSÚ

Í boði: Gunnvör Hnífsdal

Sesar A & Dj Kocoon

Rapptónleikar

Lengd: 45 mín.

Hann er nefndur "afi íslensks hipp hopps" og hefur starfað tæpa þrjá áratugi á öllum sviðum menningarinnar. Í Danaveldi, snemma á níunda áratug síðustu aldar, kynnist hann og tileinkaði sér skrykkdans (electric boogie) og veggjaúðun (graffiti). Þegar fjölskylda hans fluttist heim á Frón hóf hann að semja rappþulu á móðurmáli sínu. Við frumstæðar aðstæður tók hann upp lög ásamt Blaz Roca og gerði tónlistarmyndbönd á VHS. 1998 hóf hann vinnu við kynningarskífu sína (demo), en þar sem enginn plötusamningur bauðst þá stofnaði hann sína eigin útgáfu og kvikmyndagerð, Boris film & audio. Árið 2001 kom út fyrsta einfaraskífan: "Stormurinn á eftir logninu". Hún varð fyrsta hipphoppplatan eingöngu á íslensku og kom af stað flóðbylgju. Rapp á íslensku varð viðtekið og enskan laut í lægra haldi. Sóprasöngkonan Diddú tók m.a. þátt í annarri einfaraskífu hans, "Gerðuþaðsjálfur". 

Á www.sesar-a.com er frítt niðurhal af tveir nýjum lögum af væntanlegri EP plötu "Vox populi". Annað þessara laga, sem ber heitið "Oddviti", er unnið með karlakórnum Bartónar.

 

Laugardagur 13. ágúst

Kl.14.00

Þurrkver

Í boði: Klofningur

Gunnar Helgason

Fjölskylduskemmtun

Gunnar Helgason ætlar að fara í gegnum bækurnar sínar á óvenjulegan hátt. Hann ætlar að lesa úr nokkrum þeirra, gömlum og glænýjum (sem enn eru ekki komnar út) og svo ætlar að hann að velta því fyrir sér hvernig maður breytir bók í eitthvað annað en bók. Getur bók orðið að leiksýningu eða jafnvel kvikmynd? Getur hann búið til leikatriði úr einum kafla á staðnum – með hjálp frá áhorfendum? Ætlar hann að sýna bíó upp úr bók? Hvenær er bók bók og hvenær er bók ekki bók?

Sjón er sögu ríkari.

Lengd: 60 mín.

 

Kl.14.00 – 16.00

Félagsheimilisportið

Í boði:

Ein stakur markaður

Margt einstakt verður í boði á hinum árlega markaði hátíðarinnar sem er fyrst og fremst gjört til gamans en einnig til styrktar við fríhátíðina Act alone. Bolir merktir hátíðinni verða til sölu á einstöku verði. Listamenn ársins verða með vörur sínar á söluhlaðborðinu. Loks verða bækur tengdar leiklist og íslenskum bókmenntum til sölu. Það borgar sig sannarlega að versla á Ein stökum markaði Act alone.

 

Kl.15.30

FSÚ

Í boði: Hamraborg Ísafirði

Kúrudagur

Barnaleiksýning

Kúrudagar eru dagarnir sem okkur dreymir um.  Fullkomið öryggisnet, sú unaðslega vissa að þú megir vera í náttfötunum næstu 24 tímana, og kannski m.a.s. byggja höll úr koddum til að eiga ævintýri í, allt er það frábær tilfinning.  Ef það er eins með þig og okkur, að þú þjáist stundum af fráhvarfseinkennum frá rúminu, muntu kætast við að heyra af sýningu Old Saw, Kúrudagur, sem er afslappandi, nýtir mörg skynfæri og er fullkomin fyrir fólk sem er 18 mánaða og yngra, og vansvefta foreldra þess. Knúsaðu litla gullið þitt, og gerðu ykkur reiðubúin fyrir stórkostlega ferð yfir höf og ofan í sjávardjúpin, gegnum skóga og upp til stjarnanna skæru ...  án þess að fara úr rúminu. Paradís.

Þetta er hugverk listamanns hússins hjá Little Angel Theatre, Gretu Clough, sem segir okkur „við reyndum ávallt að hafa smáfólkið og þarfir þess í huga, svo það er engin pressa á því að börnin eiga í tjáskiptum. En við gerum það viljandi að ná almennilegu augnsambandi við börnin og bjóða þeim að verða hluti af heiminum sem við höfum skapað. Heimi sem er hlýr og notalegur, og opinn fyrir möguleikum og uppgötvunum. Fugl sem lendir á hné, ský sem þú heldur á og mótar, möguleiki á að snerta magann á hval þegar hann syndir fyrir ofan þig.“ Með glæsilegri hljóðmynd eftir Paul Mosley, og tækifærinu til þess að leika að brúðunum eftir að sýningu lýkur, þá freistastu kannski til að verja öllum deginum í rúminu.

Hugmynd, hönnun, og brúður eftir Gretu Clough

Tónlist eftir Paul Mosely

Lengd: 50 mín. 

 

Kl.16.00

Þurrkver

Í boði:

Einleikjasaga Íslands

Fyrirlestur og kynning á bókinni Einleikjasaga Íslands

Einleikarinn Elfar Logi Hannesson hefur unnið að ritun einleikjasögu Íslands síðasta áratuginn og nálgast nú lokasprettinn. Það er óhætt að segja að einleikurinn hafi tekið leikarann alla leið sem hefur sett á svið fleiri einleiki en nokkur annar hér á landi. Auk þess að vera stofnandi og listrænn stjórnandi Act alone. Svo sterkt hefur einleikurinn tekið strákinn að hann er nú að ljúka við ritun bókar sem ber hinn einstaka titil Einleikjasaga Íslands og kemur út fyrir næstu jól. Elfar Logi mun flytja einstakt erindi um einleikjasögu þjóðarinnar og kynna bókina. Gestum hátíðarinnar gefst einstakt tækifæri að taka þátt í ævintýrinu og koma því alla leið í prentsmiðju með því að gerast áskrifendur að bókinni. Að sjálfsögðu á einstöku tilboðsverði. 

 

Kl.19.30

FSÚ

Í boði: Landsbankinn

Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöflulsins fáviti

Frumsýning með Stefáni Halli Stefánssyni

Verk Garcia er súrrealískt eintal flutt af manneskju í tilfinningalegum bræðsluofni.

Maður á brún sálræns hengiflugs vegna fjölskylduaðstæðna, efnahags og tilvistarkreppu, ræðst á tilgangsleysi lífsins. Lífs sem einkennist af efnishyggju samtímans. Hann skipuleggur æðisgenginn flótta frá skilyrtu samfélaginu ásamt tveimur ungum sonum sínum. Hann ætlar að taka út ævisparnaðinn. Hann ætlar að brjótast inná Pradó listasafnið í Madríd og eyða einni nótt með listaverkum Goya. Synir hans vilja frekar fara í Disneyland, París. Verkið dregur upp sterka mynd af manni sem öskrar á óréttlæti kerfisins. Örvæntingarfullt ýlfur runnið undan áhrifum efnhagskreppunnar og grimm gagnrýni á andvaraleysi nútímans.

Einhvers staðar leynist boðskapur, siðferðislega sómasamlegur boðskapur, vel falinn, djúpt í hringiðu reiði og kvenfyrirlitningar sem vill brjótast út og segja okkur sögu. Sögu af aftengdum, miðaldra einstaklingi sem situr fastur í þjóðfélagi sem er andlega og efnislega gjaldfallið.

Ég kysi frekar að Goya héldi fyrir mér vöku en einhver annar fáviti er rifrildi um list, list gömlu meistarana, ekki Mikka Mús.  List Borges, ekki Beyonce.

 

Höfundur: Rodrigó García

Leikari: Stefán Hallur Stefánsson

Leikmynd/Búningar: Eva Signý Berger

Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson

Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir

 

Kl.21.30

FSÚ

Í boði: Vesturferðir

Söngbók Gunnars Þórðarssonar

Hinn vestfirska listamann Gunnar Þórðarson þarf vart að kynna, hann hefur verið í fremstu sveit íslenskrar tónlistar áratugum saman og sent frá sér heilu bílfarmana af slögörum sem hvert mannsbarn ekki bara þekkir heldur kyrjar við hin margvíslegustu tækifæri.  Til að nefna aðeins nokkra af hans helstu „smellum“ : Fyrsti kossinn, Er hann birtist, Heim í Búðardal, Fjólublátt ljós við barinn, Ljósvíkingur, Vetrarsól og Gaggó vest. ......

 

Kl.23.00

FSÚ

Í boði: Íslandsbanki

Life. Love. Ljóð

Uppistand

Kósí kvöld með Dóra Maack Pörupilti þar sem hann les upp úr óútkominni ljóðabók sinni, Pólitísk ástarljóð hins unga upprétta manns, og opnar hjarta sitt. 

Dóri er einlægur, opinn, atvinnulaus og einhleypur. Kertaljós og kósíheit. Takið með vasaklútana. It's poetry motherfucker ...

Handrit: Dóri Maack

Leikstjórn: Dóri Maack

Lýsing: Dóri Maack og Maggi

Sérstakar þakkir: Nonni Bö. Hemmi Gunn. Mamma. Pabbi. Alexía, María og Sólveig. Angela Merkel. Bernie Sanders.

Dóri Maack: Sólveig Guðmundsdóttir

Lengd: Um það bil 40 mín.

 

Hátíðarlok

Fisherman er bakhjarl Act alone

                        Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja Act alone árlega