Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
Act alone 10. – 13. ágúst 2016
Enn eitt árið var metaðsókn á Act alone. Alls sóttu 3000 manns hátíðina 2015. Dagskráin var sérlega einstök og einleikin. Boðið var uppá 21 viðburð og smekkfullt á nánast öllum. Að vanda var frítt inná hátíðina einsog verið hefur allt frá upphafi, 2004. Undirbúningur fyrir 13 Act alone er löngu hafinn. Act alone 2016 verður haldin dagana 10.–13. ágúst í sjávarþorpinu Suðureyri. Allt stefnir í einleikna dagskrá sem spannar alla einleikjaflóruna; leiklist, dans, tónlist, ritlist, myndlist og allt þar á millum. Dagskrá Act alone 2016 verður kynnt hér á heimasíðunni þegar nær dregur ágúst. Bakhjarl Act alone er Fisherman á Suðureyri.